Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   mán 06. maí 2013 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir: Þið vitið aldrei neitt um okkur!
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var súr eftir 2-1 tap liðsins gegn FH í kvöld og skaut jafnframt á umfjöllun fjölmiðla um Keflavík.

,,Já, alveg hrikalega. Við gáfum eiginlega leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, annars fannst mér við vera betri. Við vorum heilt yfir betri, nema þessi kafli, við fengum á okkur klaufalegt mark og þá kom smá sjokk," sagði Jóhann.

,,Mér fannst, segi nú ekki eitt lið á vellinum, þeir fengu nú fullt af færum líka, en við vorum grimmir og mér fannst þeir vera hræddir við okkur."

,,Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti."

,,Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt."

,,Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner