Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 06. maí 2013 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir: Þið vitið aldrei neitt um okkur!
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var súr eftir 2-1 tap liðsins gegn FH í kvöld og skaut jafnframt á umfjöllun fjölmiðla um Keflavík.

,,Já, alveg hrikalega. Við gáfum eiginlega leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, annars fannst mér við vera betri. Við vorum heilt yfir betri, nema þessi kafli, við fengum á okkur klaufalegt mark og þá kom smá sjokk," sagði Jóhann.

,,Mér fannst, segi nú ekki eitt lið á vellinum, þeir fengu nú fullt af færum líka, en við vorum grimmir og mér fannst þeir vera hræddir við okkur."

,,Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti."

,,Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt."

,,Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner