Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var súr eftir 2-1 tap liðsins gegn FH í kvöld og skaut jafnframt á umfjöllun fjölmiðla um Keflavík.
,,Já, alveg hrikalega. Við gáfum eiginlega leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, annars fannst mér við vera betri. Við vorum heilt yfir betri, nema þessi kafli, við fengum á okkur klaufalegt mark og þá kom smá sjokk," sagði Jóhann.
,,Mér fannst, segi nú ekki eitt lið á vellinum, þeir fengu nú fullt af færum líka, en við vorum grimmir og mér fannst þeir vera hræddir við okkur."
,,Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti."
,,Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt."
,,Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir