Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   mán 06. maí 2013 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir: Þið vitið aldrei neitt um okkur!
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var súr eftir 2-1 tap liðsins gegn FH í kvöld og skaut jafnframt á umfjöllun fjölmiðla um Keflavík.

,,Já, alveg hrikalega. Við gáfum eiginlega leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, annars fannst mér við vera betri. Við vorum heilt yfir betri, nema þessi kafli, við fengum á okkur klaufalegt mark og þá kom smá sjokk," sagði Jóhann.

,,Mér fannst, segi nú ekki eitt lið á vellinum, þeir fengu nú fullt af færum líka, en við vorum grimmir og mér fannst þeir vera hræddir við okkur."

,,Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti."

,,Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt."

,,Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner