Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2022 11:21
Elvar Geir Magnússon
Lasse Petry í FH (Staðfest)
Lasse Petry í leik með Val.
Lasse Petry í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur staðfest samning við danska miðjumanninn Lasse Petry sem kemur frá HB Köge.

Petry, sem er 29 ára gamall, þekkir ágætlega til á Íslandi því hann lék með Val tímabilin 2019 og 2020 og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendafélaginu seinna tímabilið.

Fyrra tímabilið lék hann undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Sigurbjörns Hreiðarssonar sem eru í dag þjálfarar FH.

FH er þegar búið að ganga frá kaupum á Davíð Snæ Jóhannssyni en hann kom frá ítalska félaginu Lecce í gær.

FH er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið á leik gegn Val í kvöld klukkan 18 í Kaplakrika. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er Petry ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner