Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. maí 2022 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Jafnt í Mosó og Fjölnir gekk á lagið í seinni
Lengjudeildin
Bondarinn skoraði.
Bondarinn skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Fjölnir skellir sér á toppinn.
Fjölnir skellir sér á toppinn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru tveir leikir að klárast í Lengjudeild karla fyrir stuttu.

Sigurður Gísli Bond Snorrason kom sér á blað í Lengjudeildinni er Afturelding og Grindavík gerðu jafntefli í Mosfellsbæ. Það var brotið á honum í teignum eftir um hálftíma leik og hann fór sjálfur á vítapunktinn, og skoraði.

Eftir því sem líða fór á seinni hálfleik þá fóru gestirnir í Grindavík að auka pressuna og það skilaði sér í jöfnunarmarki á 71. mínútu. Aron Jóhannsson skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig.

Bæði lið komust nálægt því að pota inn sigurmarki en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1 jafntefli í fyrsta leik hjá báðum þessum liðum.

Á sama tíma vann Fjölnir ansi þægilegan sigur gegn nýliðum Þróttar Vogum.

Fyrri hálfleikurinn var talsvert jafn, en í seinni hálfleik gengu gestirnir úr Grafarvogi á lagið. Fjölnismenn gerðu þrjú mörk með stuttu millibili og var enginn möguleiki fyrir Þróttara eftir það. Reynir Haraldsson, nýr leikmaður Fjölnis, gerði þriðja markið beint úr hornspyrnu.

Fjölnir skellir sér á toppinn þar sem þeir eru með bestu markatöluna eins og er.

Afturelding 1 - 1 Grindavík
1-0 Sigurður Gísli Bond Snorrason ('32 , víti)
1-1 Aron Jóhannsson ('71 )
Lestu um leikinn

Þróttur V. 0 - 3 Fjölnir
0-1 Hákon Ingi Jónsson ('53 )
0-2 Viktor Andri Hafþórsson ('58 )
0-3 Reynir Haraldsson ('63 )
Lestu um leikinn

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Woo á Willard í dramatískum sigri Þórs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner