Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 06. maí 2022 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorlákur Árna: Hörku leikur hjá Hvolpasveitinni
Lengjudeildin
Mynd: Thorsport/Palli Jó

„Þetta er bara tóm gleði," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir sigur liðsins á Kórdrengjum í Boganum á Akureyri í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

„Við vorum eins og unglingar gegn fullorðnum mönnum til að byrja með en svo stækkuðum við eftir því sem leið á leikinn. Þetta hefði getað dottið báðu megin, hörku leikur en mér fannst við sækja þetta meira."

Þórsarar eru í uppbyggingu og mættu með ungt og óreynt byrjunarlið. Láki segir það enga afsökun.

„Hvolpasveitin eins og við köllum þá, það er engin afsökun að skýla sér á bakvið aldur, þeir eru ótrúlega góðir leikmenn." 

„Kórdrengir voru betri spilalega séð en ég átti von á, flott fótboltalið og rosalega góð holning á þeim. Við fórum mjög óvissir inní þetta aðallega vegna þess að við erum með svo marga leikmenn sem eru að byrja mótið sem byrjuðu ekki í fyrra, það eru bara þrír leikmenn sem byrjuðu í dag sem byrjuðu leik í fyrra," sagði Þorlákur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner