Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. júní 2021 17:29
Brynjar Ingi Erluson
Mane ósáttur: Fólkið í Senegal á betra skilið
Sadio Mane
Sadio Mane
Mynd: EPA
Sadio Mane, lykilmaður Liverpool á Englandi, er allt annað en sáttur með yfirvöld í Senegal eftir að rafmagnaði fór af vellinum í vináttuleik gegn Sambíu í gær.

Senegal vann Sambíu 3-1 er þjóðirnar áttust við á Lat Dior-leikvanginum í Thies. Þrír af fljótustu leikmönnum Senegal skoruðu mörkin, þeir Mane, Krepin Diatta og Ismaila Sarr.

Þegar staðan var 3-0 í leiknum fór rafmagnað af vellinum og þurftu leikmenn að ganga til búningsherbergja og bíða þar í rúman hálftíma áður en leikurinn gat farið aftur af stað.

Sambía náði að skora eitt mark eftir þetta hlé og var Mane mjög ósáttur við yfirvöld í Senegal.

„Fólkið í Senegal á betra skilið. Þetta er ömurlegt fyrir gæðaleikmenn að þurfa að bíða í 30 til 35 mínútur til að fara aftur á völlinn. Þetta er mjög flókið," sagði Mane við Dakaractu.

„Það sem gerðist er ekki knattspyrnuþjóð eins og Senegal til sóma. Þeir þurfa að gera betur og svo var ástandið á vellinum hörmulegt," sagði hann ennfremur.

Senegal þarf að spila á Lat-Dior vellinum í bili en verið er að byggja nýjan 50 þúsund manna leikvang í Dakar sem verður notaður á Ólympíuleikum ungmenna árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner