Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. júní 2021 12:40
Aksentije Milisic
Verður Erik ten Hag næsti stjóri Spurs eftir allt?
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, þjálfari Ajax, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Ajax og því leit ekkert út fyrir það að hann myndi taka við Tottenham Hotspur.

Tottenham ræddi við Antonio Conte en Ítalinn var með of miklar og óraunhæfar kröfur að mati Tottenham svo félagið og hann náðu ekki samkomulagi.

Nú er talið að ten Hag sé aftur orðinn líklegast til að taka við Spurs, þó hann hafi framlengt við Ajax um daginn. Tottenham er í stjóraleit eftir að Jose Mourinho var rekinn en Ryan Mason stýrir liðinu til bráðabirgða út tímabilið.

Spurs er nú að skoða þann möguleika hvort það sé ekki hægt að fá Hag til félagsins í næsta mánuði. Ten Hag vann hollensku deildina og bikarinn á síðasta tímabili og þá var hann þjálfari liðsins þegar það fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2019.

Tottenham er sagt vera afar hrifið af því hvernig fótbolta Hag spilar og þá sérstaklega í Evrópukeppnum. Áhugavert verður að sjá hvort að Erik ten Hag taki þá við Tottenham eftir allt saman.
Athugasemdir
banner
banner