Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. júní 2022 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Sigur Kýpur heldur vonum Íslands á lífi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kýpur U21 3 - 0 Grikkland U21
1-0 A. Katsantonis ('27, víti)
2-0 T. Nikolaou ('73)
3-0 G. Naoum ('83)


Frábær þriggja marka sigur Kýpur gegn nágrönnum sínum frá Grikklandi heldur vonum Íslands á lífi að komast á EM U21 landsliða á næsta ári.

Ísland er fimm stigum eftir Grikklandi sem vermir annað sæti riðilsins, en strákarnir okkar eiga einn leik til góða. Grikkir spila svo við ógnarsterkt lið Portúgala í lokaumferðinni á meðan Ísland á erfiða heimaleiki við Kýpur og Hvíta-Rússland.

Kýpur leiddi í hálfleik gegn Grikkjum eftir mark úr vítaspyrnu. Heimamenn í Kýpur voru betri aðilinn í síðari hálfleik þó gestirnir frá Grikklandi hafi einnig átt góð færi. Niðurstaðan varð þó þægilegur þriggja marka sigur.

Kýpur er með ellefu stig og á aðeins eftir að spila einn leik - á Íslandi.

Ennþá eru ágætis möguleikar á því að okkar strákar komist á Evrópumótið. Liðið sem er með besta árangurinn í 2. sæti fer beint á Evrópumótið en hin 8 liðin sem lenda í öðru sæti fara í umspil og eru því möguleikarnir ennþá á lofti fyrir íslensku strákana að lenda í 2. sæti og komast í umspil.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner