Ísak Snær Þorvaldsson er kominn aftur heim til Íslands eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg út í Noregi. Hann sást á Kópavogsvelli í gær þar sem hann fylgdist með sínum gömlu félögum í Breiðabliki vinna 3-1 sigur á FH í Mjólkurbikarnum.
Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en Ísak mun leita sér aðstoð sérfræðinga hér á Íslandi eftir að hafa fengið heilahristing.
Þetta er ekki fyrsti heilahristingurinn sem Ísak fær en hann fékk þá nokkra í fyrra er hann var leikmaður Breiðabliks. Það er fjallað um það í Noregi að hann sé að glíma við óþægileg eftirköst heilahristings.
Ísak mun því missa af næsta leik Rosenborg sem er gegn Stabæk.
Ísak var seldur til Rosenborg í fyrra eftir að hafa slegið í gegn með Breiðabliki. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins hér á Fótbolta.net.
Það er vonandi að hann nái heilsu aftur fljótlega, en Rosenborg hefur farið erfiðlega af stað í Noregi.
Sjá einnig:
Rosenborg í krísu en telur að Íslendingunum verði sýnd þolinmæði
Athugasemdir