Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. júní 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag reyndi að fá Mount fyrir fimm árum
Mount hefur komið að 70 mörkum í 195 leikjum með Chelsea.
Mount hefur komið að 70 mörkum í 195 leikjum með Chelsea.
Mynd: EPA

Erik ten Hag hefur miklar mætur á Mason Mount, sóknartengiliði Chelsea og enska landsliðsins, sem gæti verið á leið til Manchester United í sumar.


Mount er 24 ára gamall og kynntist Ten Hag honum tímabilið 2017-18, þegar leikmaðurinn var aðeins 18 ára. Mount lék þá á láni hjá Vitesse Arnhem og átti þátt í 3-2 sigri gegn lærisveinum Ten Hag í Ajax það tímabilið.

Ten Hag hreifst af Mount, sem skoraði 14 mörk fyrir Vitesse og lagði 10 upp spilandi á miðjunni, og reyndi að fá hann lánaðan til sín yfir sumarið. Mount endaði þó hjá Derby County í Championship deildinni og var þar í lykilhlutverki undir stórn Frank Lampard.

Núna á Mount aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er talinn gríðarlega áhugasamur um að starfa undir stjórn Ten Hag.

Hann væri frábær viðbót við leikmannahóp Rauðu djöflanna sem munu spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool hafði einnig áhuga á Mount en leikmaðurinn vill frekar spila fyrir lið sem er í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner