Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ekkert leyndarmál að ég vil fara"
Mynd: Getty Images

Fabio Silva framherji Wolves fer ekki leynt með það að hann vilji fara frá félaginu.


Þessi 21 árs gamli portúgalski framherji hefur ekki náð að sanna sig hjá enska félaginu og hefur verið sendur á lán undanfarin ár.

Hann var á láni hjá Rangers á síðustu leiktíð og skoraði sex mörk í 25 leikjum. Hann hefur spilað 73 leiki og skorað fimm mörk fyrir Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá Porto árið 2020.

„Það er ekkert leyndarmál að ég vil ekki vera áfram hjá Wolves, ég vil fara. Við erum með samkomulag, nú verðum við að finna bestu lausnina svo við séum ánægð," sagði Fabio Silva.


Athugasemdir
banner
banner
banner