Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 16:01
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Komnir með tvo alvöru tónlistarmenn í íslenska hópinn
Icelandair
Logi Tómasson, Luigi, á æfingu á Wembley í dag.
Logi Tómasson, Luigi, á æfingu á Wembley í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Tóta.
Gummi Tóta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í íslenska landsliðshópnum eru frábærir fótboltamenn en nokkrir í hópnum hafa einnig hæfileika á öðrum sviðum.

Þar á meðal eru Logi Tómasson, sem kallaður var inn í hópinn í vikunni, og Guðmundur Þórarinsson sem báðir njóta vinsælda sem tónlistarmenn.

Á fréttamannafundi Íslands í dag var Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði liðsins spurður af Brennslunni á FM 95,7 hvort Gummi Tóta hafi verið að taka lagið fyrir hópinn?

„Hann hefur nú ekki tekið lagið núna en þegar hann kom fyrst inn í hópinn þá þurfti hann að taka lagið fyrir okkur. Ég man reyndar ekkert hvaða lag það var. Hann gerði það örugglega frábærlega," svaraði Jóhann.

„Nú er Logi líka kominn inn. Við erum komnir með tvo alvöru tónlistarmenn inn. Hann sagðist vera að fara heim og gigga eitthvað í sumar. Fólk á vonandi eftir að fá fullt af nýjum lögum frá þeim."

Lagið Skína var á Íslensku tónlistarverðlaunum í mars tilkynnt sem lag ársins. Þeir Patrik Atlason og Logi, Prettyboitjokko og Luigi, eiga lagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner