Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á lag ársins en hefur varla sungið það - „Í byrjun fannst þeim ég vera alveg ruglaður"
Banger á leiðinni
'Ég þurfti bara að læra tungumálið og einhvern veginn komast meira inn í hlutina'
'Ég þurfti bara að læra tungumálið og einhvern veginn komast meira inn í hlutina'
Mynd: Strömsgodset
'Sumir af þeim fíla þetta ekki neitt en aðrir fíla þetta, bara eins og gengur og gerist.'
'Sumir af þeim fíla þetta ekki neitt en aðrir fíla þetta, bara eins og gengur og gerist.'
Mynd: Fótbolti.net
Von á hittara frá Luigi á næstunni.
Von á hittara frá Luigi á næstunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lagið Skína var á Íslensku tónlistarverðlaunum í mars tilkynnt sem lag ársins. Þeir Patrik Atlason og Logi Tómasson, prettyboitjokko og Luigi, eiga báðir í laginu.

Fótbolti.net ræddi við Loga í gær og var hann spurður út í lag ársins.

„Mér leið mjög vel með það. Ég var bara uppi í sófa hérna í rólegheitunum að fylgjast með. Þetta er svo súrrealískt, maður er bara úti og hef varla sungið þetta lag á tónleikum, það er svolítið skrítið. Það er samt bara flott ástæða fyrir því, er að vinna við að spila fótbolta. Kannski fer maður til Íslands og tekur lagið einu sinni þegar það er frí. Mér gengur vel í fótbolta og get gert tónlist inni á milli þegar ég hef tíma," sagði Logi.

Hann svo sagði frá því að von væri á 'hittara'. „Ég mun gefa út tónlist á næstunni. Maður er alltaf eitthvað að leika sér, verður að gera eitthvað með fótboltanum. Það fer mikill tími í hann en maður verður að hafa eitthvað áhugamál sem getur dregið athyglina frá fótboltanum. Það er 'banger' á leiðinni," sagði Logi og hló.

Sumir kunna að meta lagið, aðrir ekki
Ertu búinn að spila lagið Skína fyrir liðsfélagana?

„Jájá, þeir syngja þetta stundum, peppa þetta. Sumir af þeim fíla þetta ekki neitt en aðrir fíla þetta, bara eins og gengur og gerist. Í byrjun fannst þeim ég vera alveg ruglaður en núna eftir nokkra mánuði með mér eru þeir búnir að kynnast því hvernig ég er - og ég hef kynnst þeim miklu betur. Þetta var smá erfitt fyrst, það er ekkert auðvelt að komast inn í nýtt lið og hvað þá nýtt tungumál og nýtt land. Eftir fyrstu 3-4 mánuðina hefur mér liðið mun betur og lífið allt annað. Liðsfélagarnir eru orðnir betri vinir mínir."

Ari Leifsson, geggjaður gæi
Þegar Logi kom til Strömsgodset var Ari Leifsson leikmaður liðsins. Ari söðlaði um eftir síðasta tímabil og samdi við Kolding í Danmörku.

„Það var skellur að missa hann. Hann gerði mikið fyrir mig þegar ég kom, það er allt annað að vera með íslenskan leikmann með sér, og hvað þá Ara sem er geggjaður gæi. Hann fór frá mér, ég var ekki sáttur með það. En núna er ég búinn að læra norskuna aðeins betur, get ekkert verið að tala bara íslensku við einhvern annan úti í horni. Ég þurfti bara að læra tungumálið og einhvern veginn komast meira inn í hlutina. Þetta var smá erfitt í byrjun og Ari gerði helling fyrir mig, og ég vonandi fyrir hann, veit það samt ekki," sagði Logi og hló.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner