Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fim 06. júní 2024 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vigfús Arnar hættur með Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Vigfús Arnar Jósepsson.
Vigfús Arnar Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigfús Arnar Jósepsson er ekki lengur þjálfari Leiknis í Breiðholti en þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni.

Tíðindin koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart þar sem Leiknir er á botni Lengjudeildarinnar með aðeins þrjú stig eftir sex leiki. Liðið tapaði 5-0 gegn Keflavík í gær.

Næsti leikur Leiknis er gegn Grindavík 15. júní og er óvíst hver stýrir liðinu í þeim leik.

Tilkynning Leiknis
Vigfús Arnar Jósepsson þjálfari meistaraflokks Leiknis hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur stjórn félagsins samþykkt það.

Vigfús hefur stjórnað meistaraflokki félagsins síðan í nóvember 2022. Hann var einnig þjálfari meistaraflokks 2018 um skeið en áður gerði Vigfús garðinn frægan sem leikmaður félagsins og er hann einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í sögunni.

Vigfúsi eru þökkuð góð og metnaðarfull störf fyrir Leikni en allt hans starf hefur borið þess vitni að hann er mikill og sannur Leiknismaður. Leiknir óskar Vigfúsi velfarnaðar í framtíðinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner