Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikir: Wales gerði markalaust jafntefli gegn Gíbraltar - Holland vann
Virgil van Dijk innsiglaði sigur Hollands
Virgil van Dijk innsiglaði sigur Hollands
Mynd: Getty Images

Wales gerði markalaust jafntefli gegn Gíbraltar í vináttulandsleik í Portúgal fyrr í dag. Gíbraltar er í 203. sæti heimslista FIFA en Wales í 29. sæti.


Magir ungir leikmenn fengu tækifæri í liði Wales í dag en fimm leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik. Lewis Koumas 18 ára gamall leikmaður Liverpool kom inn á í sínum fyrsta landsleik og fékk gott tækifæri til að skora sitt fyrsta mark en markvörður Gíbraltar sá við honum.

Rob Page landsliðsþjálfari Wales gerði þrefalda skiptingu eftir klukkutíma leik og setti reynda menn inn á. Daniel James, Brennan Johnson og Kieffer Moore komu inn á en þeim tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Holland spilaði næst síðasta vináttulandsleik sinn í kvöld þegar liðið vann Kanada þar sem Jeremie Frimpong leikmaður Leverkusen skoraði eitt og lagði upp annað. Síðasti leikur Hollands fyrir EM er gegn Íslandi 10. júní í Hollandi.

Gibraltar 0 - 0 Wales

Netherlands 4 - 0 Canada
1-0 Memphis Depay ('50 )
2-0 Jeremie Frimpong ('57 )
3-0 Wout Weghorst ('63 )
4-0 Virgil van Dijk ('83 )


Athugasemdir
banner
banner
banner