Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júlí 2020 22:17
Aksentije Milisic
Lloris um rifrildið við Son: Hluti af leiknum
Sáttir í leikslok.
Sáttir í leikslok.
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, tjáði sig um rifrildið sitt við Son eftir leik Tottenham og Everton í dag.

Tottenham vann leikinn 1-0 þar sem Michael Keane skoraði sjálfsmark. Þegar flautað var til hálfleiks í leiknum og leikmenn gengu til búningsherbergja, fauk eitthvað í Lloris sem lét Son Heung-min heyra það og stjakaði Lloris við honum áður en samherjar hans skárust í leikinn.

„Þetta verður eftir í klefanum, utan hans máttu segja það sem þú vilt. Það sem gerðist á milli mín og Sonny er hluti af knatspyrnunni stundum," sagði Lloris.

„Það er ekkert vandamál. Þú gast séð í restina að við vorum glaðir."

Lloris var síðan spurður að því hvort að hann lét Son heyra það af því hann elti ekki sinn mann til baka í varnarleiknum áður en Richarlison fékk færi.

„Já, færi rétt fyrir hálfleik. En þetta er hluti af leiknum, við höldum áfram."

Sjá einnig:
Þurfti að aðskilja Son og Lloris í hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner