Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 06. júlí 2023 21:06
Anton Freyr Jónsson
Vigfús: Við vorum bara klaufar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Hundfúllt. Við vorum bara svo miklir klaufar, vorum að gera ágætis hluti út á velli en vorum sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið náttúrulega skora þeir frá miðju því við missum boltann klaufalega og svo gerist það trekk í trekk að við erum inn í vítateig þeirra að búa til sókn og fjórum eða fimm sekúndum seinna þeir komnir inn í teiginn okkar í dauðafæri og það var ekki nógu gott af okkar hálfu og þeir refsuðu okkur grimmilega fyrir það." sagði Vigfús Arnar þjálfari Leiknis eftir tapið á Extravellinum í dag.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Leiknir R.

„Við áttum ágætis syrpur en skorti gæðin í dag á síðasta þriðjung í kringum vítateiginn þeirra og það var annaðhvort síðasta sendingin sem klikkaði eða ákvarðanatakan röng og við náðum ekki að skapa okkur nóg af dauðafærum og svo refsa þeir okkur bara grimmilega hér í síðari hálfleik þegar við töpuðum boltanum ílla og því fór sem fór."

„Við töluðum bara um að halda áfram og kannski vera aðeins rólegri á boltann og slaka aðeins meira á því við vitum það að þegar við náum góðu floti af spili þá komumst við í góðar leikstöður. Við þurftum að hlaupa eins og tittlingar og leggja hart að okkur og því miður þá vantaði herslumuninn hjá okkur."

Viðtalið við Vigfús má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir