
„Hundfúllt. Við vorum bara svo miklir klaufar, vorum að gera ágætis hluti út á velli en vorum sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið náttúrulega skora þeir frá miðju því við missum boltann klaufalega og svo gerist það trekk í trekk að við erum inn í vítateig þeirra að búa til sókn og fjórum eða fimm sekúndum seinna þeir komnir inn í teiginn okkar í dauðafæri og það var ekki nógu gott af okkar hálfu og þeir refsuðu okkur grimmilega fyrir það." sagði Vigfús Arnar þjálfari Leiknis eftir tapið á Extravellinum í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 1 Leiknir R.
„Við áttum ágætis syrpur en skorti gæðin í dag á síðasta þriðjung í kringum vítateiginn þeirra og það var annaðhvort síðasta sendingin sem klikkaði eða ákvarðanatakan röng og við náðum ekki að skapa okkur nóg af dauðafærum og svo refsa þeir okkur bara grimmilega hér í síðari hálfleik þegar við töpuðum boltanum ílla og því fór sem fór."
„Við töluðum bara um að halda áfram og kannski vera aðeins rólegri á boltann og slaka aðeins meira á því við vitum það að þegar við náum góðu floti af spili þá komumst við í góðar leikstöður. Við þurftum að hlaupa eins og tittlingar og leggja hart að okkur og því miður þá vantaði herslumuninn hjá okkur."
Viðtalið við Vigfús má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.