Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. ágúst 2020 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Vítaspyrnumark Jimenez dugði og Wolves komið áfram
Raul Jimenez skoraði fyrir Wolves
Raul Jimenez skoraði fyrir Wolves
Mynd: Getty Images
Úr leik Basel og Eintracht Frankfurt
Úr leik Basel og Eintracht Frankfurt
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjunum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er lokið en Wolves er komið áfram eftir 1-0 sigur á Olympiakos á meðan Basel vann Eintracht Frankfurt með sömu markatölu.

Raul Jimenez skoraði eina mark Wolves gegn Olympiakos en hann gerði það úr vítaspyrnu á 8. mínútu.

Gestirnir töldu sig hafa jafnaði leikinn á 28. mínútu er Mohamed Mady Camara kom boltanum í netið en mark var dæmt af vegna rangstöðu. VAR skoðaði atvikið og virtist afar erfitt að dæma um það hvort Youssef El Arabi hafi verið rangstæður í aðdragandanum.

Það hafði mikil áhrif á Wolves er Johnny meiddist og neyddist til að fara af velli á 17. mínútu. Liðið var í erfiðleikum með að koma sér aftur í gang í síðari hálfleik.

Þegar hálftími var eftir fór liðið í gang og átti tvö hættuleg færi. Rui Patricio, markvörður Wolves varði meistaralega frá Ahmed Hassan tíu mínútum fyrir leikslok. Hann fékk frían skalla í teignum og stangaði hann niður í hornið en Patricio varði vel.

Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en Olympiakos tókst ekki að jafna og lokatölur 1-0 fyrir Wolves sem fer áfram, samanlagt 2-1.

Basel vann Eintracht Frankfurt á meðan 1-0. Fabian Frei skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Basel fer nokkuð örugglega áfram en liðið vann fyrri leikinn 3-0.

Wolves mætir Sevilla í 8-liða úrslitum á meðan Basel spilar við Shakhtar Donetsk. Leikirnir fara fram í Þýskalandi eins og öll úrslitakeppnin.

Úrslit og markaskorarar:

Basel 1 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Fabian Frei ('88 )

Wolves 1 - 0 Olympiakos
1-0 Raul Jimenez ('8 , víti)
Athugasemdir
banner
banner