David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   fim 06. ágúst 2020 12:06
Magnús Már Einarsson
FH bauð 350 þúsund í Ólaf Karl - Valur bað um Þóri í skiptum
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari FH, sagði í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag að Valur vilji ekki leyfa félaginu að fá Ólaf Karl Finsen í sínar raðir.

„Það er ekkert launungarmál að við höfum rætt við Ólaf Karl Finsen og hann vill koma í FH en Valur vill ekki hleypa honum til okkar," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, í viðtali í Fantasy Gandalf í dag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net bauð FH 350 þúsund krónur í Ólaf Karl á dögunum en Valur hafnað því tilboði.

Valur óskaði í kjölfarið eftir því að fá miðjumanninn Þóri Jóhann Helgason í skiptum fyrir Ólaf Karl en þeirri beiðni var hafnað af FH og málið hefur ekki farið lengra eftir það.

Hinn 28 ára gamli Ólafur Karl verður samningslaus 16. október næstkomandi en hann er á sínu þriðja tímabili hjá Val.

Sjá einnig:
Logi Ólafs: Valur vill ekki hleypa Ólafi Karli Finsen í FH
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner