Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 00:21
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Ýmir búið að vinna D-riðil
Ýmir fer beint í 8-liða úrslit 4. deildarinnar
Ýmir fer beint í 8-liða úrslit 4. deildarinnar
Mynd: Twitter
Ýmir er nú búið að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslit 4. deildar karla eftir 7-0 stórsigur á KFR í D-riðlinum en liðið er búið að vinna riðilinn þegar tveir leikir eru eftir.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fimm mörk fyrir Ými í leiknum og er nú með 23 mörk í deildinni í sumar.

Ýmir er á toppnum með 34 stig, átta stigum meira en GG og Hamar og er liðið því búið að vinna riðilinn þegar tveir leikir eru eftir.

Hamar vann Smára 4-1 í sama riðli. Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði þrennu fyrir Heimamenn og á sama tíma vann GG 3-1 sigur er Álafoss kom í heimsókn. Hamar og GG berjast um síðasta lausa sætið inn í úrslitakeppnina.

Tindastóll er í ansi góðri stöðu í B-riðlinum. Liðið lagði RB að velli, 2-1, í kvöld. Liðið er nú í efsta sæti B-riðils með 29 stig þegar þrír leikir eru eftir.

Einherji vann Spyrni, 3-0, í E-riðlinum. Liðið er einum sigri frá öruggu sæti í 8-liða úrslit deildarinnar, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í umspilið.

A-riðill:

KFB 4 - 1 Reynir H
0-1 Benedikt Osterhammer Gunnarsson ('4 )
1-1 Dominik Wojciechowski ('65 )
2-1 Kristinn Jökull Kristinsson ('69 )
3-1 Bessi Thor Jónsson ('75 )
4-1 Ívar Örn Elmarsson ('90 )

B-riðill:

RB 1 - 2 Tindastóll
1-0 Sævar Logi Jónsson ('21 )
1-1 Arnar Ólafsson ('28 )
1-2 Juan Carlos Dominguez Requena ('45 )

D-riðill:

Hamar 4 - 1 Smári
1-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('15 )
2-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('18 )
3-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('38 )
3-1 Dagur Kárason ('48 )
4-1 Atli Þór Jónasson ('52 )

GG 3 - 1 Álafoss
1-0 Gylfi Örn Á Öfjörð ('8 )
1-1 Róbert Steinar Hjálmarsson ('10 , Mark úr víti)
2-1 Ivan Jugovic ('25 )
3-1 Ivan Jugovic ('50 )

Ýmir 7 - 0 KFR
1-0 Arian Ari Morina ('1 )
2-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('9 )
3-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('16 )
4-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('67 )
5-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('73 )
6-0 Andri Már Harðarson ('78 )
7-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('84 )

E-riðill:

Spyrnir 0 - 3 Einherji
0-1 Maxim Iurcu ('19 )
0-2 Stefan Penchev Balev ('29 )
0-3 Alejandro Barce Lechuga ('77 )
4. deild karla - D-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner