Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 13:27
Aksentije Milisic
England: Liverpool kom tvíveigis til baka gegn Fulham
Mitrovic stangar knöttinn inn.
Mitrovic stangar knöttinn inn.
Mynd: Getty Images
Salah fagnar.
Salah fagnar.
Mynd: Getty Images
Mark og stoðsending.
Mark og stoðsending.
Mynd: EPA

Fulham 2 - 2 Liverpool
1-0 Aleksandar Mitrovic ('32 )
1-1 Darwin Nunez ('64 )
2-1 Aleksandar Mitrovic ('72 , víti)
2-2 Mohamed Salah ('80)


Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið og var hann frábær skemmtun. Fulham og Liverpool áttust þá við á Craven Cottage vellinum í Lundúnum.

Nýliðarnir mættu mjög sprækir til leiks og voru að gera leikmönnum Liverpool lífið leitt. Þeir ógnuðu mikið eftir skyndisóknir en gestunum gekk illa að skapa sér færi framan af.

Á 32. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Serbinn Aleksandar Mitrovic stangaði þá inn fyrirgjöf frá Kenny Tete en hann fór illa með Trent Alexander-Arnold í loftinu á fjærstöginni.

Luis Diaz áttu hörkuskot í stöngina seint í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki.  Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Fulham.

Darwin Nunez kom inn á fyrir Roberto Firmino í síðari hálfleiknum og við það gjörbreyttist leikur liðsins. Hann komst strax í gott færi eftir sendingu frá Mohamed Salah en Rodak varði vel í markinu.

Fulham gat komist í tveggja marka forystu en þrumuskot frá Kebano fór þá í innanverða stöngina.

Á 64. mínútu var sama uppskrift í gangi hjá Liverpool eins og rétt áður. Salah fann þá Nunez í teignum sem reyndi aftur að hæla boltann í netið. Hann hitti ekki boltann en hann fór í varnarmann Fulham og þaðan í Nunez og í netið. Staðan orðin 1-1 og Nunez strax kominn á blað.

Fjörið hélt áfram og Liverpool pressaði mikið. Nunez lagði upp dauðafæri fyrir Dias en varnarmenn Fulham hentu sér fyrir skotið. Þá átti Salah skalla sem var varinn í hornspyrnu.

Á 72. mínútu tóku hins vegar heimamenn aftur forystuna. Van Dijk braut þá á Mitrovic sem fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Alisson í markinu.

Við þetta mark hægðist aðeins á leik Liverpool en liðið datt svo aftur í gírinn. Tíu mínútum fyrir leikslok fann Trent liðsfélaga sinn Darwin Nunez í teignum. Úrúgvæinn tíaði boltann upp fyrir Salah sem skoraði af stuttu færi og staðan orðin jöfn á ný.

Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiks. Seint í uppbótartímanum átti Jordan Henderson þrumuskot sem hafnaði í slánni.

Ekki var meira skorað og niðurstaðan því 2-2 í þessum stórskemmtilega leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner