Youssef Chermiti, tvítugur framherji Everton, missir af fyrstu leikjunum í úrvalsdeildinni vegna meiðsla.
Hann gekkst undir aðgerð á fæti eftir að hafa meiðst á æfingu en Sean Dyche greindi frá því að hann verði frá næstu vikurnar.
Dyche segir að þetta sé mikið áfall fyrir liðið þar sem Chermiti byrjaði undirbúningstímabilið vel. Hann kom inn á sem varamaður í fyrsta æfingaleik liðsins gegn Sligo Rovers og tókst að jafna með tveimur mörkum í 3-3.
Hann kom við sögu í 18 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð en tókst ekki að skora. Hann gekk til liðs við félagið frá Sporting síðasta sumar og skrifaði undir fjögurra ára samning.
Speedy recovery, Youssef! ???? pic.twitter.com/vZTdAEHq3g
— Everton (@Everton) August 5, 2024
Athugasemdir