Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   lau 06. september 2014 19:56
Mist Rúnarsdóttir
Raggi Gísla: Erum ekki hrædd við að fara vestur í bæ
Kvenaboltinn
Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings
Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var náttúrulega bara gríðarleg barátta og tvö góð lið. Bæði lið held ég að hafi viljað vinna og bæði lið fengu fín færi þannig að þetta var bara hörkuleikur og jafn leikur,“ sagði Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings eftir markalaust jafntefli í fyrri viðureign HK/Víkings og KR en liðin berjast um laust sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Ragnar segir ákveðin vonbrigði að hafa ekki náð sigri en lagði áherslu á hve gott það væri að halda hreinu.

„Auðvitað eru það alltaf vonbrigði en að sama skapi er gott að fá ekki á sig mark. Í þessu gildir náttúrulega útivallarreglan og 1-1 vestur í bæ fleytir okkur áfram en vissulega hefði ég viljað fá 1-2 í dag. Ekki nokkur spurning.“

„Mér fannst mjög góð barátta og allir að leggja sig mjög vel fram. Þetta var náttúrulega titringur og stress til að byrja með og það tók þær alveg 20-25 mínútur að ná því úr sér. Heilt yfir er ég bara ánægður með þær.“

„Við erum ekkert hrædd við að fara vestur í bæ. Vonandi verður jafnmikil barátta og jafn skemmtilegur leikur.“


Fjölmargir stuðningsmenn beggja liða voru mættir í Víkina og Ragnar var ánægður með það.

„Já, virkilega. Það var mjög gaman að sjá. Fínn stuðningur, bæði fyrir okkur og KR-ingana. Bara mjög gaman.“

Eitt atvik setti svartan blett á annars skemmtilegan fótboltaleik en tveir leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðmeiðsla. Við spurðum Ragnar að lokum út í stöðuna á Lidiju Stojkanovic sem fékk skurð á höfuðið og þurfti að fara af velli.

„Nei. Ég veit það ekki nákvæmlega. Það var skurður á enninu og hann var ekkert sérstaklega fallegur en vonandi verður hún klár fyrir næsta leik en það verður bara að koma í ljós.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner