Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   lau 06. september 2014 19:56
Mist Rúnarsdóttir
Raggi Gísla: Erum ekki hrædd við að fara vestur í bæ
Kvenaboltinn
Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings
Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var náttúrulega bara gríðarleg barátta og tvö góð lið. Bæði lið held ég að hafi viljað vinna og bæði lið fengu fín færi þannig að þetta var bara hörkuleikur og jafn leikur,“ sagði Ragnar Gíslason, þjálfari HK/Víkings eftir markalaust jafntefli í fyrri viðureign HK/Víkings og KR en liðin berjast um laust sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Ragnar segir ákveðin vonbrigði að hafa ekki náð sigri en lagði áherslu á hve gott það væri að halda hreinu.

„Auðvitað eru það alltaf vonbrigði en að sama skapi er gott að fá ekki á sig mark. Í þessu gildir náttúrulega útivallarreglan og 1-1 vestur í bæ fleytir okkur áfram en vissulega hefði ég viljað fá 1-2 í dag. Ekki nokkur spurning.“

„Mér fannst mjög góð barátta og allir að leggja sig mjög vel fram. Þetta var náttúrulega titringur og stress til að byrja með og það tók þær alveg 20-25 mínútur að ná því úr sér. Heilt yfir er ég bara ánægður með þær.“

„Við erum ekkert hrædd við að fara vestur í bæ. Vonandi verður jafnmikil barátta og jafn skemmtilegur leikur.“


Fjölmargir stuðningsmenn beggja liða voru mættir í Víkina og Ragnar var ánægður með það.

„Já, virkilega. Það var mjög gaman að sjá. Fínn stuðningur, bæði fyrir okkur og KR-ingana. Bara mjög gaman.“

Eitt atvik setti svartan blett á annars skemmtilegan fótboltaleik en tveir leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðmeiðsla. Við spurðum Ragnar að lokum út í stöðuna á Lidiju Stojkanovic sem fékk skurð á höfuðið og þurfti að fara af velli.

„Nei. Ég veit það ekki nákvæmlega. Það var skurður á enninu og hann var ekkert sérstaklega fallegur en vonandi verður hún klár fyrir næsta leik en það verður bara að koma í ljós.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner