Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. september 2020 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Hikstum á móti liðum sem við eigum að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var mjög svekktur eftir tap sinna stelpna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 2-3 sigri Stjörnunnar.

„Fyrri hálfleikur var ágætur hvað varðar færi. Við vorum að skapa færi en ekki að ná að halda boltanum nægilega vel. Það má segja að þetta hafi verið 'off' dagur. Við fáum mark á okkur eftir 22 sekúndur og erum 0-2 undir eftir tíu mínútur."

„Seinni hálfleikur var spilaður á þeirra vallarhelmingi en við sköpum mjög lítið. Stjarnan fær þrjú eða fjögur færi og skora úr þremur. Þetta er bara fótbolti. Við þurfum að læra af þessu."

Selfoss hefur undanfarnar vikur unnið frábæra sigra á Breiðablik og Val en liðinu hefur gengið verr gegn liðum sem eiga fyrirfram að vera slakari.

„Við höfum verið að hiksta á þessu þegar við spilum á móti liði sem við eigum að vinna og eigum að vera betri. Við erum ekki að vinna þá leiki og það er eitthvað sem við þurfum að læra af."

„Við eigum ekki að tapa á heimavelli, sama hvað liðið heitir. Þetta er bara ekki nógu gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner