Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 06. september 2020 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar: Beðið lengi eftir að fá Eli til baka
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvík, gat leyft sér að vera sáttur eftir góðan sigur gegn Magna í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni þennan sunnudaginn.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  2 Magni

Víkingur Ó. leiddi 3-0 í hálfleik en leikurinn endaði 3-2 þar sem Magni náði að minnka muninn í síðari hálfleik.

„Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Þeir skora tvö, þeir setja okkur í vandræði en á sama tíma erum við að búa til fullt af færum. Við klúðruðum 6-8 góðum færum. Þú færð ekkert fyrir að klúðra færum, en það verður að gefa markverðinum hrós."

Emmanuel Eli Keke sneri aftur í lið Ólsara í dag eftir erfið meiðsli. Guðjón var ánægður með það.

„Við erum búnir að bíða eftir að fá Eli til baka. Hann er búinn að æfa mjög vel. Við höfum saknað hans. Það sást hvað mikið meiri yfirvegun var á vörninni þegar hans naut við."

Ólsarar eru fjórum stigum frá fallsæti. „Baráttan á botninum er hörð. Það eru leikir að fara alla vega. Við þurfum bara að hafa okkar í lagi."

Sjá einnig:
Emmanuel Eli Keke skoraði í fyrsta leiknum í rúmt ár
Athugasemdir
banner
banner
banner