Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 06. september 2020 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar: Beðið lengi eftir að fá Eli til baka
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvík, gat leyft sér að vera sáttur eftir góðan sigur gegn Magna í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni þennan sunnudaginn.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  2 Magni

Víkingur Ó. leiddi 3-0 í hálfleik en leikurinn endaði 3-2 þar sem Magni náði að minnka muninn í síðari hálfleik.

„Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Þeir skora tvö, þeir setja okkur í vandræði en á sama tíma erum við að búa til fullt af færum. Við klúðruðum 6-8 góðum færum. Þú færð ekkert fyrir að klúðra færum, en það verður að gefa markverðinum hrós."

Emmanuel Eli Keke sneri aftur í lið Ólsara í dag eftir erfið meiðsli. Guðjón var ánægður með það.

„Við erum búnir að bíða eftir að fá Eli til baka. Hann er búinn að æfa mjög vel. Við höfum saknað hans. Það sást hvað mikið meiri yfirvegun var á vörninni þegar hans naut við."

Ólsarar eru fjórum stigum frá fallsæti. „Baráttan á botninum er hörð. Það eru leikir að fara alla vega. Við þurfum bara að hafa okkar í lagi."

Sjá einnig:
Emmanuel Eli Keke skoraði í fyrsta leiknum í rúmt ár
Athugasemdir
banner