
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings Ólafsvík, gat leyft sér að vera sáttur eftir góðan sigur gegn Magna í fallbaráttuslag í Lengjudeildinni þennan sunnudaginn.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 - 2 Magni
Víkingur Ó. leiddi 3-0 í hálfleik en leikurinn endaði 3-2 þar sem Magni náði að minnka muninn í síðari hálfleik.
„Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Þeir skora tvö, þeir setja okkur í vandræði en á sama tíma erum við að búa til fullt af færum. Við klúðruðum 6-8 góðum færum. Þú færð ekkert fyrir að klúðra færum, en það verður að gefa markverðinum hrós."
Emmanuel Eli Keke sneri aftur í lið Ólsara í dag eftir erfið meiðsli. Guðjón var ánægður með það.
„Við erum búnir að bíða eftir að fá Eli til baka. Hann er búinn að æfa mjög vel. Við höfum saknað hans. Það sást hvað mikið meiri yfirvegun var á vörninni þegar hans naut við."
Ólsarar eru fjórum stigum frá fallsæti. „Baráttan á botninum er hörð. Það eru leikir að fara alla vega. Við þurfum bara að hafa okkar í lagi."
Sjá einnig:
Emmanuel Eli Keke skoraði í fyrsta leiknum í rúmt ár
Athugasemdir