Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. september 2020 11:00
Victor Pálsson
Var á leið til Arsenal áður en hann hitti Zlatan
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Emil Roback hefur samið við AC Milan og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið í leik gegn Novara síðastliðinn miðvikudag. Leikurinn endaði með 4-2 sigri Milan.

Roback er ekki nafn sem kannski allir kannast við en hann kostaði 1,5 milljónir evra og var áður hjá Hammarby þar sem Aron Jóhannsson leikur í dag.

Zlatan Ibrahimovic leikur með AC Milan en hann er frá Svíþjóð líkt og Roback. Sá síðarnefndi var hársbreidd frá því að ganga í raðir Arsenal áður en Milan kom til sögunnar.

Roback viðurkennir að Zlatan hafi haft áhrif á félagaskiptin en eins og flestir vita þá er hann einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu sænska landsliðsins.

„Milan hafði áhuga á mér en ég var reiðubúinn að færa mig til Englands og semja við Arsenal því þeir höfðu mikla trú á mér," sagði Roback við Expressen.

„Bayern Munchen hafði einnig áhuga en að lokum fylgdi ég hjartanu og valdi Milan, jafnvel þó að Arsenal væri búið að semja við Hammargby."

„Um leið og ég mætti til Ítalíu var þetta frábært. Ég heimsótti æfingasvæðið og ræddi við Zlatan. Það er klárt að hann þekkti mína stöðu og hefur upplifað það sama. Hann sagði að þetta yrði erfitt í byrjun en að ég þyrfti að sýna þolinmæði."

Athugasemdir
banner
banner