Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Hvaða lið komast í undanúrslit 4. deildar?
Árbær vann Uppsveitir, 8-0, í fyrri leik liðanna og er sæti þeirra í undanúrslitunum svo gott sem öruggt
Árbær vann Uppsveitir, 8-0, í fyrri leik liðanna og er sæti þeirra í undanúrslitunum svo gott sem öruggt
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Átta liða úrslitin í 4. deild karla klárast í kvöld en tvö lið eru svo gott sem búin að tryggja sig inn í undanúrslitin.

Uppsveitir og Árbær mætast á X-Mist-vellinum klukkan 16:45 en Árbær er með annan fótinn í undanúrslitin eftir 8-0 sigur í fyrri leiknum.

Einherjia vann þá Árborg 3-0 í fyrri leik liðanna en þau mætast nú á Vopnafjarðarvelli.

Það er allt opið í hinum tveimur leikjunum. Hvíti riddarinn lagði Tindastól, 2-1, er liðin mættust á dögunum en nú eigast þau við í Mosfellsbæ.

Ýmir marði þá KFK, 4-3, í hörkuleik í alvöru nágrannaslag en að þessu sinni er hann spilaður á gervigrasinu í Fagralundi.

Leikir dagsins:

4. deild karla - úrslitakeppni
16:45 Uppsveitir-Árbær (X-Mist völlurinn)
16:45 Einherji-Árborg (Vopnafjarðarvöllur)
19:00 Hvíti riddarinn-Tindastóll (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 KFK-Ýmir (Fagrilundur - gervigras)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner