Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 06. september 2022 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Chelsea tapaði í Króatíu - Bellingham frábær í sigri Dortmund á FCK
Dinamo Zagreb vann óvæntan sigur á Chelsea
Dinamo Zagreb vann óvæntan sigur á Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jude Bellingham var frábær í liði Dortmund í kvöld
Jude Bellingham var frábær í liði Dortmund í kvöld
Mynd: EPA
Króatíska liðið Dinamo Zagreb vann óvæntan, 1-0, sigur á Chelsea í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en á sama tíma vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur á danska liðinu FCK.

Byrjun Chelsea á þessu tímabili hefur verið mikið til umræðu. Það vantar jafnvægi í liðið og er að hleypa inn mörkum í hverjum einasta leik.

Það tók Zagreb þrettán mínútur að komast yfir. Hinn eldsnöggi Mislav Orsic gerði marki eftir sendingu frá Bruno Petkovic. Hann náði að stinga boltanum á Orsic sem skildi Wesley Fofana, varnarmann Chelsea, eftir í reyknum áður en hann kom boltanum framhjá Kepa.

Chelsea skapaði sér ekki mikið í fyrri hálfleiknum á meðan Dinamo var töluvert hættulegra í sínum aðgerðum.

Hlutirnir breyttust í þeim síðari. Chelsea fór að setja pressu á Dinamo og tókst Pierre-Emerick Aubameyang að koma boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Chelsea fékk mörg tækifæri til að jafna metin undir lokin. Liðið óð í færum þar sem Reece James átti meðal annars skot í þverslá auk þess sem Dominik Livakovic var að verja frábærlega í marki Dinamo.

Dinamo tókst að halda út og fagnar 1-0 sigri á Chelsea, sem virðist þurfa að laga ýmislegt ef ekki á illa að fara í Meistaradeildinni.

Borussia Dortmund vann þá FCK, 3-0, í G-riðli. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir á bekknum hjá FCK.

Það tók Dortmund rúman hálftíma að koma fyrsta markinu í netið en Marco Reus gerði það með góðu skoti. Raphael Guerreiro bætti við öðru marki áður en hálfleikurinn var úti.

Hákon Arnar kom inná sem varamaður hjá FCK á 61. mínútu leiksins. Þegar sjö mínútur voru eftir gulltryggði Jude Bellingham sigurinn með góðu marki og fullkomnaði frábæra frammistöðu sína. Lokatölur 3-0 fyrir Dortmund sem byrjar af krafti.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Dinamo Zagreb 1 - 0 Chelsea
1-0 Mislav Orsic ('13 )

G-riðill:

Borussia D. 3 - 0 FC Kobenhavn
1-0 Marco Reus ('35 )
2-0 Raphael Guerreiro ('42 )
3-0 Jude Bellingham ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner