William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fös 06. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Salah vill framlengja við Liverpool
Powerade
Mo Salah spjallar við dómarann.
Mo Salah spjallar við dómarann.
Mynd: EPA
Hvað gerir Casemiro?
Hvað gerir Casemiro?
Mynd: EPA
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: EPA
Við hvetjum alla lesendur til að skella sér á völlinn í kvöld, Ísland - Svartfjallaland á Laugardalsvelli. Miðasala á tix.is. En hér er slúðurpakki dagsins. Framlengir Salah við Liverpool eða fer hann til Sádi-Arabíu?

Egypski framherjinn Mohamed Salah (32) hjá Liverpool hefur mikinn áhuga á að skrifa undir nýjan samning og framlengja dvöl sína á Anfield. (Liverpool Echo)

Liverpool ætlar að hefja viðræður við Salah um nýjan samning á næstunni. (Talksport)

Rauði herinn vonast til að framtíð hans verði ákveðin fyrir janúargluggann. (Football Insider)

Að öðrum kosti býst Liverpool við að Salah, hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk (33) og brasilíski markvörðurinn Alisson (31) fari allir til Sádi-Arabíu næsta sumar. (Caught Offside)

Al-Nassr vill fá króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic (30) frá Manchester City í janúarglugganum. Sádi-arabíska félagið mun bjóða honum launapakka að verðmæti rúmlega 750 þúsundum punda á viku. (CBS Sports)

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (32) mun aðeins skoða tilboð um að fara frá Manchester United ef honum er sagt að hann eigi ekki framtíð á Old Trafford. (ESPN)

Casemiro gæti verið í stakk búinn að yfirgefa félagið innan nokkurra daga. (Mirror)

Manchester United og Newcastle eru enn í baráttunni um að fá franska miðjumanninn Adrien Rabiot (29) sem er án félags. Hann er með tilboð á borðinu frá Galatasaray. (Teamtalk)

Kólumbíski miðjumaðurinn Steven Alzate (25) mun fara í læknisskoðun áður en hann fer til Hull City. Hann yfirgaf Brighton fyrr í sumar. (Sky Sports)

Flamengo hefur haft samband við franska framherjann Anthony Martial (28) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United. (Fabrizio Romano)

Liverpool og Newcastle United þurfa að öllum líkindum að borga riftunarákvæði - sem er yfir núverandi 70 milljónir punda gjaldi - til að fá enska varnarmanninn Marc Guehi (24) ef hann skrifar undir nýjan Crystal Palace samning. (Football Insider)

Manchester United hefur ráðið Sam Erith sem frammistöðustjóra til loka tímabilsins. (Mail)

Newcastle hefur greitt 10 milljónir punda fyrir að gera upp langvarandi skattabaráttu við HM Revenue and Customs. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner