Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 06. september 2024 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Sjötta mark Jóns Dags með landsliðinu - „Fáir jafn ánægðir að sjá þetta og Sölvi Geir Ottesen“
Icelandair
Jón Dagur skoraði með góðum skalla
Jón Dagur skoraði með góðum skalla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er komið í 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli, en aftur skoraði íslenska liðið eftir hornspyrnu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Orri Steinn Óskarsson sitt þriðja landsliðsmark með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Það var síðan aftur eftir tæpan klukkutíma sem annað markið kom og aftur var það eftir hornspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson kom boltanum á nærsvæðið og þar var Jón Dagur Þorsteinsson klár og náði að stýra honum með hausnum í fjærhornið.

Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, kom inn í starfsteymi Íslands í lok ágúst og eru þau strax farin að skila. Tvö góð mörk eftir hornspyrnur og staðan orðin 2-0.

„Bæði mörk Íslands komið eftir horn og líklega fáir jafn ánægðir að sjá þetta og Sölvi Geir Ottesen sem nýlega kom inn í starfslið KSÍ til að vinna í nákvæmlega þessu ásamt öðru,“ skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í lýsingu Fótbolta.net í kvöld.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner