Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   lau 06. september 2025 21:21
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er ótrúlega ljúf, það er mjög erfitt að lýsa tilfinningunni núna það útskýrir í því að við vorum okkur tryggja okkur veru í deildinni, tryggja okkur það að enda í sjöunda sæti sem er frábært afrek hjá okkar liði, tilfinningin er ótrúlega sæt og ég er hrikalega ánægður með það. Leikurinn var erfiður, Fylkir var betri í fyrri hálfleik og verðskuldað yfir, við svona í vandræðum með suma hluti annað vorum við að gera ágætlega, mikið á boltanum. Leikurinn skiptist dálítið mikið, þeir á boltanum, við á boltanum og við kannski vorum ekki að koma því að skapa nægilega hættuleg færi sem var ekki nógu gott hjá okkur. Síðan í fyrstu umferð þá höfum við skorað í öllum leikjum og það var svona ég ætla ekki að segja tímaspursmál endilega en við náum alltaf að skora, þannig að það var aðeins djúpt á þessu en þvílíkur karakter og þvílíkur sigur hjá Völsungsliðinu í dag" sagði Aðalsteinn Jóhann eftir endurkomu sigur á Tekk vellinum.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Völsungur

„Við skulum ekki gleyma því að við erum að spila við frábært lið sem er allt of neðarlega í töflunni og þeir eru á rosalegri siglingu, þeir eru búnir að vinna síðustu þrjá leiki, þeir eru ekki búnir að fá á sig mark og búnir að skora 10 í þeim leikjum og við erum að spila á þeirra heimavelli. Leikurinn í 90 mínútur mögulega eru þeir betri, eftir 90 mínútur þá er það eiginlega ekki það sem ég get tekið úr þessu. Eftir þennan leik verð ég að taka 21. umferð inn í mengið þar sem Völsungur er að tryggja veru sína og tryggja 7. sæti í næst efstu deild á Íslandi sem er frábærlega gert og það gerum við með frábærum karakter. Þvílík innkomu hjá Gesti Aroni sem nær í horn, tekur hornið, leggur upp á mark og skorar svo stuttu síðar. Auðvitað gæti ég tekið fleiri út ef ég ætla að tala um 21 leik en eins og ég segi ef þú spyrð um frammistöðuna þá er hún aðeins aukaatriði, kannski í þessu samhengi þá var hún ekki glórulaus en alls ekki okkar besta" sagði Aðalsteinn eftir frammistöðu Völsungs yfir allar 90 mínúturnar.

Aðalsteinn var ánægður með varnarleik Völsungs

„Hvernig við verjumst eftir að þeir skora, við fengum móment og eitthvað svoleiðis en eftir að við komumst yfir þá snerist þetta um það að sigla þessu heim og það gerðum við frábærlega. Kredit á Völsung liðið ég er ógeðslega glaður í augnablikinu" .

Aðalsteinn um næsta og síðasta leik Völsungs.

„Nú er ég ekki með alveg á hreinu hvernig aðrir leikir í deildinni fóru enda ætluðum við að koma hér og vinna, og það er líka sem að mér finnst frábært hjá Völsung liðinu það er það að við erum búnir að eiga fínasta tímabil, svo fyrir tveimur umferðum síðar þá bankar fallbarátta aftur, sárt tap á móti Leikni og ljót úrslit í Keflavík, hvað gerir Völsungs liðið, það vinnur tvo leiki í röð og það eru alvöru gaurar, alvöru karakter, alvöru stríðsmenn, það er það sem ég ógeðslega ánægður með. Ekki byrjaður að hugsa um leikinn í síðustu umferðinni, ég veit ekki hvernig staðan er á HK núna, ég hlakka hrikalega til að spila einn leik í viðbót með þessum snillingum sem eru í Völsung liðinu".

„Eftir 21. umferð þá er Völsungur búið að tryggja veru sína í þessari deild, þvert á spár allra. Við gerum það eins og ég segi með því að tryggja okkur hér 7. sæti í deildinni" sagði Aðalsteinn eftir sigurinn.


Athugasemdir
banner