
Grindavík vann ÍR í 21. umferð Lengjudeildarinnar í dag. Mikilvægur sigur fyrir Grindvíkinga í fallbaráttunni.
Lestu um leikinn: Grindavík 3 - 1 ÍR
''Tilfinningin er frábær, kom ekkert annað til greina en 3 stig og mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur. Það skiptir okkur máli að hafa náð þessum sigri á seinasta heimaleik tímabilsins á móti sterku liði ÍR.''
Anton Ingi og Marko Valdimar tóku við sem þjálfarar Grindavíkur eftir að Haraldur Hróðmarsson var rekinn.
''Það er gífurlega sterkt fyrir okkur Marko að byrja á sigri. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu í vikunni, berja stál í menn og reyna leggja grunngildi Grindavíkur aftur upp, að berjast fyrir hvorn annan á vellinum og gefa allt í þetta.''
Grindavík á útileik í Njarðvík í seinustu umferð sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur fyrir Grindavík.
Markmiðið er að ná sigri þar sem baráttunni er ekki lokið. Við getum leyft okkur að fagna í dag og á morgun en hefjum vinnu á mánudaginn að skáka Njarðvíkinga og ná þremur stigum þar.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir