
„Ekki okkar besta frammistaða en hvernig við töpuðum leiknum, spennustigið svona heilt yfir í leiknum fannst mér ekki nógu gott hjá okkur, jú jú stjórnuðum leiknum áttum væntanlega að koma okkur í 2-0 í leiknum, en þetta er svona svolítið copy paste sem var búið að gerast undan hjá okkur, en svona vantaði meiri kraft í okkur, meiri ákefð og annað. Svo erum við svolítið kýldir í magann, það kemur ein hornspyrna sem fer í gegnum allt, fáum mark, þeir svona fá meiri orku, við kóðnum niður. Mark tvö er alveg hræðilega klaufalegt, svona er þetta bara stundum ef þú nýtir ekki þau færi sem þú ert að fá þá er þetta alltaf hættulegt" sagði Arnar Grétarsson eftir tap á heimavelli gegn Völsungi.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Völsungur
Svona heilt yfir í 90 mínútur, myndiru segja að þíð væruð betri aðilinn í dag?
„Ég myndi nú halda að við værum töluvert betri fótboltalega séð, komum okkar í marga fína sjensa, fram að markinu þá held ég að án þess að ég sé að gleyma einhverju áttu við einhver upphlaup í fyrri hálfleik, en þeir ógnuðu aldrei meðan við erum að fá ég veit ekki hvað í fyrri hálfleik allavega þrjú eða fjögur og í seinni koma okkur í fína stöðu til að klára leikinn en það er ekki spurt eftir því, þú verður að klára þín móment í leiknum og þær stöður sem þú kemst í og búa til. Mér fannst ekki nógu gott orkustig og mér fannst heldur ekki svona einbeitingarleysi oft á tímabili sendingar, ákvarðanatökur voru ekki nægilega góðar, þá getur farið svona"
„Við fengum nokkur í fyrri hálfleik þar sem Ívar stendur sig vel og ver, svo erum við að koma okkur í margar fínar stöður fram að markinu í seinni hálfleiknum. Mér fannst ekkert að gerast hjá þeim, við vorum með boltann allan tímann. Svo skora þeir úr þessu horni þar sem boltinn fer í raun í gegnum allt og við það kemur smá lífsmark með Völsung svo fá þeir í raun mark tvö á okkur þar sem við erum í sókn og illa balanseraðir, töpum bolta og það er bara breik , hann gerir það mjög vel og þá erum við að elta leikinn, ég man ekki alveg hvort að við komumst í alvöru dauðafæri eftir það en boltinn var dettandi í teignum og fengum eihverskonar hálfsjensa, en þetta var ekki nógu gott" sagði Arnar um færanýtingu Fylkis í leiknum.
Arnar Grétars um næsta og síðasta leik Fylkis á tímabilinu.
„Við þurfum að vinna síðasta leik til þess að vera öruggir það er bara orðið þannig, jú jú það getur alveg farið þannig að einhver úrslit verði hagstæð þá skiptir það ekki öllu máli en við viljum væntalnega hafa þetta í okkar höndum þá verðum við að vinna ÍR. Við þurfum bara að vera rétt orkustig, menn þurfa að leggja aðeins meira á sig. Þegar þú ert með rétt orkustig þá oft á tíðum er ákvarðanatökunnar betri, færri feila eins og við vorum að gera, mér fannst við gera of mikið af feilum þegar það var ekki pressa á okkur, lélegar sendingar, ákvarðanatökur ekki réttar, þyngd í sendingum ekki nógu góðar og svo framvegis, það þarf bara að vera í lagi í síðasta leiknum og þar þurfum við að sækja þrjú stig, þá erum við öruggir í þessari deild og það verður alvöru verkefni"