
Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sín í Keflavík á HS Orkuvellinum í dag á Ljósanæturleiknum í næst síðustu umferð Lengjudeild karla.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 1 Njarðvík
„Ég er mjög fúll að hafa tapað hérna" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga svekktur eftir leik.
„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en að tapa hérna. Mér fannst við nátturlega vera bara eitt lið hérna í fyrri hálfleik og það hefði nú verið ljúft að ná marki á því mómenti og við vorum að ræða það hérna á bekknum að við þyrftum að ná inn marki hérna núna þegar mómentið var með okkur og við gerðum það ekki"
„Við slípum okkur saman í hálfleik þar sem við gátum gert ennþá betur og bara því miður þá kemur þetta mark, þetta fyrsta mark þeirra einhvernveginn upp úr þurru"
„Frábært slútt hjá Eið Orra með vinstri og virkilega vel gert. Maður fann það að það var mikil spenna í þessum leik og mér fannst fyrsta markið í þessum leik myndi breyta miklu og það gerði það"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |