Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 06. október 2020 15:45
Elvar Geir Magnússon
Kepa hefur trú á að hann geti unnið sætið aftur
Kepa Arrizabalaga segir að það sé ekki „draumastaða" að hafa misst sæti sitt sem aðalmarkvörður Chelsea en að hann hafi trú á því að hann geti unnið það til baka.

Kepa er dýrasti markvörður sögunar en Chelsea keypti hann frá Athletic Bilbao á 71 milljón punda árið 2018.

„Í lífi fótboltamanns eru hæðir og lægðir, ég þarf bara að halda mínu starfi áfram og leggja mig fram."

Kepa missti sætið á síðasta tímabili og senegalski markvörðurinn Edouard Mendy er nú markvörður númer eitt.

„Mer líður vel og er með mikla trú á sjálfum mér. Í gegnum ferilinn þá þarftu stundum að lifa svona stundir. Ég hef trú á því að ég geti snúið hlutunum við, ég vil spila, vil vera á vellinum og mun vinna að því."
Athugasemdir
banner
banner