Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 10:30
Sölvi Haraldsson
Arteta: Ótrúlegt hvað hann hefur gert á þessum aldri
Saka í leik með Arsenal.
Saka í leik með Arsenal.
Mynd: EPA

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, átti stóran þátt í sigri Arsenal í gær gegn Southampton. Saka hefur byrjað alla 7 leiki Arsenal á tímabilinu og hefur skorað tvö mörk og lagt upp 7. Í gær lagði hann upp tvö og skoraði eitt, en á sumum miðlum var hann valinn maður leiksins.


Mikkel Arteta, stjóri Arsenal, hrósaði Saka í hástert eftir leikinn í gær. 

Hann hefur trú á sjálfum sér og þessu hlutverki sem hann er í. Hann hefur trú á að hann getur breytt leikjum og haft áhrif á leikinn með einhverjum hætti. Sumir leikmenn geta breytt leikjum sjálfir og skapað þessi augnabli, hann er einn af þessum leikmönnum.

Saka er 23 ára gamall en Arteta segir að það sé ótrúlegt hvað hann hefur gert á sínum ferli miðað við hvað hann er ungur.

Ég held að hann hafi tekið skrefið fram á við. Gerðu það á útivelli, heimavelli, í stórum leikjum, ekki í stórum leikjum, ekki þegar við erum 3-0 yfir. Það skilgreinir frábæran leikmann. Það sem hann hefur gert á þessum aldri er ótrúlegt. Við erum með mörg dæmi um það.

Næsti leikur Arsenal er næstkomandi laugardag gegn Bournemouth á útivelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner