Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   sun 06. október 2024 15:59
Sölvi Haraldsson
Besta deildin: Lélegur varnarleikur, stórsigrar og skelfilegt vítaklúður
Hinrik og Viktor skoruðu báðir í dag.
Hinrik og Viktor skoruðu báðir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveir leikir í Bestu deild karla fóru fram klukkan 14:00 en það eru alls 5 leikir í Bestu deild karla í dag.


KA-menn fengu KR-inga í heimsókn á Akureyri í dag. KR vann þar stórgóðan 4-0 sigur í tíðindamiklum leik. 

Leikurinn byjraði mjög vel fyrir KR en Birgir Steinn Styrmisson kom gestunum yfir eftir að hafa rölt með boltann yfir allan völlinn og fengið hann svo aftur af KA manni eftir að ætla að senda boltann á samherja.

Skömmu síðar tvöfaldaði Luke Rae forystuna eftir að Benoný Breki komst fyrir sendingu Darko og kom síðan boltanum á Luke Rae sem kláraði vel. 

Viðar Örn Kjartansson fiskaði vítaspyrnu og fór sjálfur á punktinn en tók arfaslaka vítaspyrnu sem Guy Smit greip með því að standa í miðjunni. Hálfleikstölur 2-0, KR í vil.

Eyþór Aron Wöhler kom inn á í seinni hálfleik og var ekki lengi að skora með skalla eftir fyrirgjöf Luke Rae. Þegar lítið var eftir af leiknum bætti Benoný Breki síðan við fjórða markinu. Þar við sat og KR-ingar vinna stóran 4-0 sigur á KA fyrir norðan.

Í hinum leiknum mættust FH og ÍA en þar voru líka skoruð fullt af mörkum.

Kjartan Kári kom gestunum í FH yfir á 1. mínútu leiksins eftir að hafa tekið ekki fast skot úr aukaspyrnu við hliðarlínuna á nærhornið sem fór af Árna Marinó í markinu og inn.

Skagamenn voru ekki lengi að svara en á 10. mínútu leiksins skoraði Viktor Jónsson eftir undirbúing Steinars Þorsteinssonar. 

Þremur mínútum síðar var Jón Gísli Eyland á ferðinni og kom Skagamönnum yfir eftir að þeir gulklæddu sundurspiluðu vörn FH.

Þeir voru ekki búnir strax en á 21. mínútu leiksins bætti Johannes Vall við. Haukur Andri kom með sendingu upp völlinn á Johannes Vall sem var í baráttunni við Ingimar Stöle og komst einn á einn gegn Daða og kláraði svo vel.

Það var mikið um færi í fyrri hálfleiknum en staðan í hálfleik var 3-1 Skagamönnum í vil.

Alveg í upphafi seinni hálfleiks kláraði nánast Hinrik Harðarson leikinn eftir undirbúning frá Oliver Stefánssyni. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Skagamenn vinna stórgóðan sigur á FH sem hafa verið að leka inn mörkum í seinustu leikjum.

KA 0 - 4 KR

0-1 Birgir Steinn Styrmisson ('8 )

0-2 Luke Morgan Conrad Rae ('14 )

0-2 Viðar Örn Kjartansson ('45 , misnotað víti)

0-3 Eyþór Aron Wöhler ('75 )

0-4 Benoný Breki Andrésson ('88 )

Lestu um leikinn

ÍA 4 - 1 FH

0-1 Kjartan Kári Halldórsson ('1 )

1-1 Viktor Jónsson ('10 )

2-1 Jón Gísli Eyland Gíslason ('13 )

3-1 Johannes Björn Vall ('21 )

4-1 Hinrik Harðarson ('47 )

Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner