Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Góður sigur hjá Hafrúnu og Ingibjörgu - Örebro þarf kraftaverk
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby sem vann þægilegan sigur gegn OB í efstu deild danska boltans í dag.

Bröndby vann 3-0 en Arna Þráinsdóttir, dóttir Þráins Haraldssonar sem lék með Þrótti Neskaupsstað fyrir 30 árum síðan, var ekki með í hóp hjá OB.

Þetta var þriðji sigur Bröndby í röð og er liðið í þriðja sæti deildarinnar, með 14 stig eftir 8 umferðir. OB er með 12 stig.

Sigdís Eva Bárðardóttir sat þá á bekknum er Norrköping vann á útivelli gegn Brommapojkarna í efstu deild í Svíþjóð. Norrköping siglir lygnan sjó í fimmta sæti deildarinnar - 14 stigum frá Evrópu.

Þar var annað Íslendingalið sem átti leik er Örebro gerði jafntefli við AIK og var Katla María Þórðardóttir í byrjunarliði heimakvenna en var skipt af velli á 62. mínútu fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Liðin áttust við í fallbaráttunni þar sem þau eru bæði í fallsæti, jöfn með 16 stig eftir 22 umferðir. Þau eru fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

Að lokum gerði Damaiense 1-1 jafntefli við Racing Power í efstu deild portúgalska boltans, þar sem tveir fyrrum leikmenn íslenska boltans mættust. Emma Hawkins, sem raðaði inn mörkunum með FHL í sumar, var í byrjunarliði Damaiense sem leikur undir stjórn Þorláks Árnasonar á heimavelli gegn Hannah Sharts, fyrrum leikmanni Stjörnunnar.

Damaiense er með fjögur stig eftir fimm fyrstu umferðir tímabilsins. Racing Power er með einu stigi meira og leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner