Við byrjuðum vel og skoruðum fljótlega og það hefði átt að hjálpa okkur en það hjálpaði okkur ekki neitt og við vorum næst langbestir í dag. Þeir voru betri á öllum sviðum fótboltans, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir slæmt 4 - 1 tap gegn ÍA í dag.
Fyrsta markmiðið var að koma okkur í topp sex og við náðum því og það er eins og það hafi verið nóg. En þessi umræða að við værum hættir er hjákátleg umræða. Það er þannig í fótboltaheiminum á Íslandi að það eru oft misgáfaðir menn sem eru að tala. Þegar ég var að tala eftir leikinn á móti Víking að þá að sjálfsögðu er það þannig að þú getur ekki alltaf komið í viðtöl eftir leiki og skammast og drullað yfir menn. Þú þarft líka að vera á jákvæðu nótunum annað slagið og við reyndum það en það gekk ekki upp.
Núna er það þannig að við höfum eitt að spila um og það er stolt og við þurfum að finna það og klára þessa tvo leiki með einhverri reisn.
Nánar er rætt við Heimi hér að ofan og meðal annars um stöðuna á liðinu og hvernig næsta tímabil lítur út.