Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 06. október 2024 16:40
Sölvi Haraldsson
Leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis leggur skóna á hilluna
Lengjudeildin
Gummi Kalli fagnar marki í sumar.
Gummi Kalli fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Karl Guðmundsson, betur þekktur sem Gummi Kalli, greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. 


Gummi Kalli átti frábæran feril sem spannar tæpa tvo áratugi. Hann er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn árið 1991 en hann náði þeim merka áfanga að vera leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis.

Guðmundur á tæplega 440 leiki fyrir Fjölni sem eru skráðir á KSÍ. Hann lék 16 tímabil með Fjölni af 17 tímabilum á ferlinum sínum. Hitt tímabilið lék hann með FH.

Gummi er einstakur liðsmaður og góð fyrirmynd innan og utan vallar. Virkilega hæfileikaríkur og fjölhæfur leikmaður sem er jafnvígur með hægri og vinstri löpp og hefur spilað nánast allar stöður á vellinum! Félagið væntir þessu að geta notið krafta hans og reynslu áfram með einum eða öðrum hætti í framtíðinni.“ stendur í tilkynningu Fjölnis.

Guðmundur lék 26 leiki í deild og bikar og skoraði tvö mörk á þessu nýliðna tímabili þar sem Fjölnismenn enduðu í 3. sæti en töpuðu í undanúrslitum umspilsins.

Ég vil þakka öllu því frábæra Fjölnisfólki sem ég hef fengið að kynnast í gegnum tíðina kærlega fyrir samveruna öll þessi ár. Öllum þjálfurunum, liðsstjórunum, leikmönnunum og stuðningsfólkinu vil ég þakka innilega fyrir að hafa tekið mér vel frá fyrstu kynnum. Með miklu stolti mun ég kalla mig Fjölnismann það sem eftir er. Takk kærlega fyrir mig.“ sagði Gummi Kalli í tilkynningu Fjölnis.


Athugasemdir
banner
banner
banner