Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 06. október 2024 20:56
Sölvi Haraldsson
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er hundfúll að hafa ekki unnið sem hljómar kannski eins og frekja þegar við jöfnum með síðustu spyrnu leiksins. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn þannig að það var algjör óþarfi að vera komnir 2-1 undir á 60. mínútu.“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Ómar Ingi segir að það séu vonbrigði að HK hafi ekki unnið í dag.

Það var svekkjandi og staða sem við komum okkur í sjálfir. Við vorum of passífir, vorum of langt frá því sem við gerðum í fyrri hálfleiknum og vorum 2-1 undir. Mér fannst eftir það við herja vel á þá. Við fáum fullt af tækifærum til að skora og fengum fullt af tækifærum til þess áður en við skorum. Við ætluðum okkur sigurinn og það eru vonbrigði að hafa ekki náð því í dag.“

Er þetta saga sumarsins þessi leikur í dag?

Það er alveg óhætt að segja það. Við náum ekki nógu heilsteyptri frammistöðu, sérstaklega í varnarleiknum okkar, þegar við gerum hluti sem við gerum vel þá gleymast aðrir hlutir. Við gefum of mörg dauðafæri á okkur.

Hvað tekur Ómar út úr þessu í dag?

Ég tek það út úr þessu að við misstum ekki Vestramenn lengra frá okkur en þetta og við fengum allavegana stig. Það er ennþá möguleiki þó við höfum ekki stjórn yfir öllum hlutunum sem spila þar inn í. Við þurfum að halda áfram og fara inn í næstu tvo leiki þar sem það dugar ekkert annað en sigur. Það er ekki einu sinni víst að það dugi. Við getum ekki horft til baka þegar tímabilið er búið og ekki gert allt sem við gátum, það verður ansi svekkjandi ef önnur lið misstiga sig og við gerum ekki okkar.

Hvernig metur Ómar möguleika HK að halda sér uppi?

 „Auðvitað erum við brattari, Vestramenn fengu fleiri stig en við í þessari umferð. Um leið og það er möguleiki hef ég trú eins og við höfum haft í allt sumar og fyrir tímabilið. Við stjórnum því miður ekki örlögum okkar sjálfir.

Viðtalið við Ómar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir