Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 06. október 2024 20:56
Sölvi Haraldsson
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er hundfúll að hafa ekki unnið sem hljómar kannski eins og frekja þegar við jöfnum með síðustu spyrnu leiksins. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn þannig að það var algjör óþarfi að vera komnir 2-1 undir á 60. mínútu.“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Ómar Ingi segir að það séu vonbrigði að HK hafi ekki unnið í dag.

Það var svekkjandi og staða sem við komum okkur í sjálfir. Við vorum of passífir, vorum of langt frá því sem við gerðum í fyrri hálfleiknum og vorum 2-1 undir. Mér fannst eftir það við herja vel á þá. Við fáum fullt af tækifærum til að skora og fengum fullt af tækifærum til þess áður en við skorum. Við ætluðum okkur sigurinn og það eru vonbrigði að hafa ekki náð því í dag.“

Er þetta saga sumarsins þessi leikur í dag?

Það er alveg óhætt að segja það. Við náum ekki nógu heilsteyptri frammistöðu, sérstaklega í varnarleiknum okkar, þegar við gerum hluti sem við gerum vel þá gleymast aðrir hlutir. Við gefum of mörg dauðafæri á okkur.

Hvað tekur Ómar út úr þessu í dag?

Ég tek það út úr þessu að við misstum ekki Vestramenn lengra frá okkur en þetta og við fengum allavegana stig. Það er ennþá möguleiki þó við höfum ekki stjórn yfir öllum hlutunum sem spila þar inn í. Við þurfum að halda áfram og fara inn í næstu tvo leiki þar sem það dugar ekkert annað en sigur. Það er ekki einu sinni víst að það dugi. Við getum ekki horft til baka þegar tímabilið er búið og ekki gert allt sem við gátum, það verður ansi svekkjandi ef önnur lið misstiga sig og við gerum ekki okkar.

Hvernig metur Ómar möguleika HK að halda sér uppi?

 „Auðvitað erum við brattari, Vestramenn fengu fleiri stig en við í þessari umferð. Um leið og það er möguleiki hef ég trú eins og við höfum haft í allt sumar og fyrir tímabilið. Við stjórnum því miður ekki örlögum okkar sjálfir.

Viðtalið við Ómar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner