Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fyrra mark Vals og lagði upp það seinna, Tryggvi mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 2 Valur
„Svekkjandi að komast tvisvar yfir í leiknum og ná ekki að vinna. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik lágu þeir á okkur þá getum við verið sáttir með stigið í dag."
Tryggvi veit ekki hvort hann sé ristarbrotinn.
„Ég veit það ekki alveg, það er einhverskonar sprunga í beininu. Einhverjir myndu segja brotið en ég finn ekkert svo fyrir þessu, allaveganna ekki í dag."
„Ég næ ekki mikið að æfa, við reynum að stjórna tímanum út á æfingasvæði. Svo er staðan á hópnum þannig að það eru margir frá, þá reynum við að nýta mig og alla þá sem geta spilað."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir