Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
banner
   sun 06. október 2024 22:35
Kári Snorrason
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði fyrra mark Vals og lagði upp það seinna, Tryggvi mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Svekkjandi að komast tvisvar yfir í leiknum og ná ekki að vinna. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik lágu þeir á okkur þá getum við verið sáttir með stigið í dag."

Tryggvi veit ekki hvort hann sé ristarbrotinn.

„Ég veit það ekki alveg, það er einhverskonar sprunga í beininu. Einhverjir myndu segja brotið en ég finn ekkert svo fyrir þessu, allaveganna ekki í dag."

„Ég næ ekki mikið að æfa, við reynum að stjórna tímanum út á æfingasvæði. Svo er staðan á hópnum þannig að það eru margir frá, þá reynum við að nýta mig og alla þá sem geta spilað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner