Breiðablik fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld á Kópavogsvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Bæði mörk Breiðabliks skoraði Davíð Ingvarsson en hann mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 2 Valur
„Svekkjandi ef ég á að vera hreinskilinn. Pirrandi að gera jafntefli þegar Víkingar gera líka jafntefli. Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig, það er mjög svekkjandi."
„Ég vissi ekkert ég frétti það (úrslit Víkings) eftir leikinn. Auðvitað var markmiðið okkar að vinna leikinn, sama hvernig þeirra leikur fór."
„Við vonumst eftir að fá þennan úrslitaleik. Það verður mjög góð stemning fyrir honum. Við ætlum að taka næstu tvo leiki og taka sex stig og klára þetta mót."
Davíð skoraði tvö mörk í dag.
„Ég er mjög ánægður með mörkin. Kominn tími að ég skoraði, ég er búinn að fá nokkur færi í síðustu leikjum. Mjög ánægður að skora tvö í dag."
Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir