Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 06. nóvember 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unnar tekur við Hamri (Staðfest)
Mynd: Hamar
Hamar hefur ráðið Unnar Jóhannsson sem þjálfara karlaliðs félagsins til tveggja ára.

Unnar tekur við starfinu af Jóni Aðalsteini Kristjánssyni sem stýrði liðinu í 4. deildinni síðasta sumar.

Unnar hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokka hjá félaginu í rúmt ár og mun halda því starfi áfram samhliða því að þjálfara meistaraflokk karla.

„Æfingar hjá meistaraflokki eru farnar af stað og er hugur í mönnum að gera vel og er stefnan að búa til lið sem Hvergerðingar geta verið stoltir af," segir í tilkynningu Hamars.

„Þetta er mikill heiður að fá tækifæri til að taka við liðinu, hérna hjá félaginu er allt til alls til að gera vel. Framtíðin í félaginu er mjög björt og er gaman að fá að taka þátt í þeirri þróun," sagði Unnar.

Hamar tapaði gegn Hvíta riddaranum í undanúrslitum 4. deildar síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner