Það eru fimm leikmenn Manchester United sem vilja yfirgefa félagið í sumar og er Marcus Rashford einn þeirra.
Man Utd vill fá 40 milljónir punda fyrir Rashford sem gerði flotta hluti á láni hjá Aston Villa í vor og er eftirsóttur af Barcelona.
Þá vilja kantmennirnir Jadon Sancho, Alejandro Garnacho og Antony einnig yfirgefa félagið ásamt bakverðinum Tyrell Malacia.
Launakröfur leikmannanna gætu gert það að verkum að það reynist erfitt fyrir Man Utd að selja þá. Félagið hefur því ákveðið að gefa þeim lengra sumarfrí heldur en öðrum leikmönnum. Þeir munu fá nokkrar auka vikur til þess að reyna að finna sér nýtt félag áður en þeir mæta til æfinga á Carrington.
Sky Sports greinir frá því að Brasilíumaðurinn Matheus Cunha muni fá treyju númer 10 í sumar. Hann tekur því treyjunúmerið af Rashford hvort sem kantmaðurinn verður áfram hjá félaginu eða ekki.
Athugasemdir