Enzo Maresca þjálfari Chelsea segir að Joao Pedro gæti spilað sínar fyrstu mínútur fyrir félagið í nótt.
Chelsea festi kaup á Brasilíumanninum fyrir um 60 milljónir punda og er hann því liðtækur í leik liðsins gegn Palmeiras í nótt. Liðin eigast við í 8-liða úrslitum HM félagsliða og mun sigurvegarinn mæta lærisveinum Simone Inzaghi í liði Al-Hilal í undanúrslitum.
„Joao Pedro er í aðeins öðruvísi stöðu en hinir leikmennirnir í hópnum því hann kemur til okkar beint úr sumarfríi. Þó hann sé búinn að vera duglegur að halda sér í formi þá er það ekki það sama að æfa einsamall og að æfa með liðsfélögunum," segir Maresca.
„Hann er búinn að æfa með okkur síðustu tvo daga og við erum mjög ánægðir með hann. Ef við fáum tækifæri til þess þá munum við gefa honum nokkrar mínútur í kvöld."
Athugasemdir