Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Valencia hafnaði öðru tilboði frá Arsenal
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn efnilegi Cristhian Mosquera hefur látið stjórnendur Valencia vita að hann sé mjög áhugasamur um að skipta yfir til Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er að reyna að kaupa miðvörðinn en Valencia er búið að hafna tveimur fyrstu kauptilboðunum. Það fyrra hljóðaði upp á tæplega 15 milljónir evra en nú hefur Valencia einnig hafnað endurbættu tilboði úrvalsdeildarfélagsins.

Seinna tilboðið er talið hafa numið um 20 milljónum evra, en Sky Sports segir að Valencia vilji fá 30 milljónir í sinn hlut til að selja Mosquera.

Mosquera er 21 árs gamall og sinnti lykilhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Valencia á síðustu leiktíð. Hann er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og þess vegna vill Arsenal ekki borga of mikið fyrir hann.

   29.06.2025 13:20
Arsenal nær samkomulagi við Mosquera

Athugasemdir
banner