Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mið 06. nóvember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola skaut á Man Utd: Mætum þeim ekki í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images

Manchester City steinlá 4-1 gegn Sporting í Portúgal í Meistaradeildinni í gær. Það er ljóst að Pep Guardiola og Rúben Amorim munu mætast aftur á þessu tímabili.


Amorim tekur við sem stjóri Man Utd eftir helgi en hann tekur við af Erk ten Hag.

Guardiola var spurður að því hvernig það yrði að mæta Man Utd undir stjórn Amorim.

„Við munum mæta þeim tvisvar í úrvalsdeildinni og kannski í enska bikarnum. Við munum allavega ekki mæta þeim í Meistaradeildinni," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner