Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 06. desember 2019 10:16
Magnús Már Einarsson
Pogba ekki með gegn City - Martial á bekknum?
Paul Pogba verður ekki með Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City á morgun.

Pogba hefur verið meiddur síðan í september en það styttist í endurkomu hans.

„Ég vona að Paul komi aftur eins fljótt og mögulegt er," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

„Hann er byrjaður að æfa úti á grasi. Ég vona að hann snúi aftur fyrir áramót."

Anthony Martial gæti verið á bekknum á morgun en hann missti af leiknum gegn Tottenahm í vikunni vegna smávægilegra meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner