Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 06. desember 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær um grannaslaginn: Mætumst allavega á hverju ári núna
Mynd: Getty Images
Slagurinn um Manchester fer fram á morgun, laugardag, þar sem Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Manchester United.

Man City er óvænt ellefu stigum frá toppnum eftir fimmtán umferðir á meðan Man Utd hefur verið að taka við sér en er þó ellefu stigum eftir nágrönnunum.

Ole Gunnar Solskjær var spurður út í leikinn og nýtti tækifærið til að skjóta smá á nágrannana. Hann rifjaði upp tíma sinn sem leikmaður Rauðu djöflanna en þá var ekki sjálfsagt að spila grannaslaginn því City var mikið í næstu deild fyrir neðan.

„Við mætumst allavega á hverju ári núna! Það tók mig mörg ár að fá að spila grannaslaginn," sagði Solskjær.

„Auðvitað er Man City mikið betra lið núna heldur en þá. Fótboltinn hefur breyst mikið síðan þá, en nágrannaslagur verður alltaf nágrannaslagur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner