Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Everton að skoða Pochettino, Moyes og Ancelotti
Mynd: Getty Images
Everton er án knattspyrnustjóra eftir að Marco Silva var rekinn frá félaginu á dögunum. The Times greinir frá líklegustu arftökum Silva á Goodison Park.

Mauricio Pochettino, sem var rekinn frá Tottenham í nóvember, er efstur á blaði hjá félaginu, en menn á borð við Carlo Ancelotti, sem er í bráðri hættu á að missa starfið sitt hjá Napoli, og Marcelino eru einnig á lista.

Vitor Pereira, þjálfari Shanghai SIPG, kemu til greina sem og Erik ten Hag þjálfari Ajax. Þá er stjórn Everton einnig að skoða David Moyes, sem var við stjórnvölinn hjá félaginu í ellefu ár áður en hann tók við Manchester United sumarið 2013.

Arsenal, sem er einnig án stjóra, gæti barist við Everton á markaðinum. Liðin hafa áhuga á sömu þjálfurum og verður áhugavert að sjá hvernig samningsviðræður munu ganga.

Everton er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, með 14 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner